"Þakvinna endurnýjaði þak, þakrennur, áfellur, þakglugga og túðuhatta á 5 íbúða raðhúsi okkar sem fól m.a. í sér talsverð útskipti á borðaklæðningu sem var óvissuþáttur frá upphafi. Verðtilboð stóðst að fullu og óvissuþættirnir voru á mjög sanngjörnum kjörum. Verktíminn stóð eins og stafur við bók þrátt fyrir erfitt undangengið tímabil veðurfarslega.
Vinnuhópurinn gekk fumlaust til verks og skilaði vönduðu og vel frágengnu verki og augljóst að þar var mikil reynsla til staðar og hvert handtak úthugsað. Samskipti við Val hjá Þakvinnu gengu vel fyrir sig allt frá tilboðsgerð til loka verks og upplýsingaflæði á verktímanum var gott. Ég mæli með Þakvinnu þegar velja þarf áreiðanlegan og góðan verktaka í þakið!"