fbpx

Almennar upplýsingar

Þakvinna ehf kt 490419-2170, Keldulandi 21, 108 Reykjavík.
Glænýjar höfuðstöðvar okkar eru í Gjáhellu 7 Hafnarfirði þar sem fullbúin aðstaða okkar er til stórra framkvæmda.


Hefur sérhæft sig í viðhaldi og endurnýjun þaka. Með áherslu á bárujárnsþök, þakglugga og glugga.

Hefur verið starfrækt síðan 2019 með yfir 300 fullkláruð verk. Mikill vöxtur er í starfseminni og með góðum framtíðarhorfum. 


Fyrirtækið samanstendur af 24 manna starfsliði með möguleika á að bæta við meiri mannskap með stuttum fyrirvara.

Um gæðakerfið

  1. Í byrjun er ávallt komið á verkstað og rætt við mögulega verkkaupa og verkið tekið út og myndir teknar.
  2. Tilboð okkar eru ávallt skuldbindingar og kostnaðarlaus og gilda í 4 vikur nema annað sé samið (ávallt hægt að heyra í okkur).
  3. Okkar tilboð miðast alltaf við að allt sé innifalið í tilboði, verkin eru ekki mælt upp eftir á sem gæti valdið því að verkkaupi fengi bakreikning í hausinn, það viljum við alls ekki.
  4. Við verkbyrjun er alltaf farið yfir verkið með verkkaupa og farið yfir mögulega hættur, aðgengi ofl.
  5. Pallar og fallvarnir verða svo staðsettar eftir þörfum.
  6. Við niðurrif kemur svo í ljós þau aukaverk sem gætu komið upp, þau eru unnin með miklu gagnsæi (myndir teknar og verkaupi látinn vita um leið) og eru alltaf gerð upp í mikilli sanngirni.
  7. Þakvinna fylgir ávallt stöðlum IST-30 nema annað sé tekið fram og notar eingöngu besta efnið fáanlegt.
  8. Þakvinna leggur mikla áherslu að þétta öll viðkvæm svæði (skotrennur, gluggar, skorsteinar, túður ofl).
  9. Gríðarleg áhersla hjá okkur liggur í þvi að hafa verkstað snyrtilegan meðan og eftir verk og höfum við ávallt 1 starfsmann eingöngu í þvi.
  10. Slys geta þvi miður alltaf gerst meðan framkvæmdum stendur, ef við getum lagað þau eða bætt þá er það gert um leið ef ekki erum við með sérstaka verktaka tryggingu hjá Sjóvá sem myndu bæta allan þann skaða sem væri af okkur völdum. (þetta er mjög sjaldgjæft sem betur fer).
  11. Við erum eingöngu í þakvinnu og störfum allt árið svo það er ávallt einhver á vakt hjá okkar. Það verður aldrei „hoppað“ í önnur verk á meðan verki stendur. Verktíminn mun ávallt standast hjá okkur innan nokkura daga til eða frá.
  12. Mottóið okkar frá stofnun hefur aldrei breyst „Við vinnum verkin hratt, vel og örugglega“
  13. Öll fjármál eru unnin með með miklum heiðarleika og gægnsæi hjá Þakvinna.
    Í langflestum tilfellum innheimtum við alla upphæðina eftir verklok þegar búið er að fara yfir verkið og allir sáttir.
  14. Þakvinna ehf fylgir þessu gæðakerfi í hvívetna og bíður uppá 10 ára ábyrgð á þakskiptum frá okkur.

Almennar upplýsingar

Stjórnendur:

Yfirstjórnandi/eigandi: Valur Úlfarsson kt. 220681-5649
Almennir starfsmenn: 24 smiðir, verkstjórar, byggingastjórar og verkamenn.

Tæki og búnaður:

6 bifreiðar, 2 flutningskerrur, vinnupallar í öllum stærðum og gerðum, öryggisbúnaður og fallvarnir, öll nauðsynleg og nýleg verkfæri til alls verksins s.s. nippler, slípirokkar, borsagir, borvélar, hersluvélar, loftpressan hnoðbyssa ofl.

Efnissalar:

Húsasmiðjan – þakefni, gluggaefni, veluxgluggar ofl
Blikklausnir – vinnsla og beyging á efni
Stjörnublikk – þakefni, vinnsla og beyging á efni.
Límtré Vírnet – þakefni

Fyrirspurn